Friday, November 14, 2008

Hroki og hleypidómar

Hroki og hleypidómar eða Pride and Prejudice eins og hún heitir á frummálinu er líklega og margra mati ein besta saga höfundar og sú vinsælasta. Hún var upphaflega gefin út árið 1813 af Jane Austin sem skrifað hefur fjöldann allan af bókum.

Höfundur lýsir á áhrifaríkan hátt stéttarskiptingu sem endurspeglar þann tíðaranda sem átti sér stað og gefur innsýn í aðallinn í Bretlandi á þessum tíma. Enskur klassískur stíll, fallegir búningar og tilkomumikið landslag, fagrar slettur. Stéttarskipting hefur gríðarleg áhrif í gengum alla söguna og mótar hana á vissan hátt. Hvernig líf kvenna byggist á rétti maka, en eiginkonur eiga allt undir maka sínum og tilgangur giftingar er að eiga betra líf. Sem gefur skýra mynd af tíðaranda þess tíma sem bókin er skrifuð.

Fjöldinn allur af skemmtilegum karakterum eru í sögunni og má þar nefna frú Bennett sem fer algjörlega að kostum í þessari bók. Hún er mjög ýktur persónuleiki, áköf með eindæmum og ótrúlega fyrirferðamikil en frekar einföld. Fáguð framkoma hefur talsvert að segja í sögunni. En frú Bennett býr ekki yfir slíkri framkomu. En aftur á móti dóttir hennar Elísabeth sem leikur stórt hlutverk í sögunni er karakter sem hefur fágaða framkomu en jafnframt mjög ákveðnar skoðanir og staðfestu í sínum ákvörðunum. En slíkt tíðkaðist ekki á þessum tíma að konur hefðu miklar skoðanir og leggðu eitthvað til málanna.

Ótrúlegt að bók sem gefin var út fyrir um 195 árum hafi svona mikil áhrif enn þann dag í dag. Hún er frábært samspil af fallegri rómantík og skemmtilegum uppákomum sem lúta þeim tíðaranda sem átti sér stað á þessum árum. Auk þess er umhverfi að öllu leyti mjög vel lýst, hvort sem það á við um húsakost, landslag, persónum og eða öðru sem tengist sögunni.

No comments: