Dís
Dís er skáldsaga sem fékk mikið lof gagnrýnenda þegar hún kom út árið 2000. Ólíkt öðrum bókum eru þrír höfundar af henni, þær Birna Anna Björnsdóttir, Silja Hauksdóttir og Oddný Sturludóttir og er þetta fyrsta bók þeirra.
Dís er lifandi saga sem gerist að mestu í Reykjavík að sumarlagi árið 2000. Segir frá ungri sjarmerandi 23 ára reykvískri stúlku, Dís að nafni sem stendur á tímamótum í lífi sínu. Hún er að ganga í gegnum tilvistarkreppu. Í fyrsta sinn þarf hún að horfast í augu við raunveruleikann og framtíðarplön hennar eru í óvissu. Hún þarf að taka ákvörðum um hvað hún vilji gera við líf sitt og hvað hana langar til að verða þegar hún verður stór. Svo virðist sem allir í kringum hana séu komnir á siglingu inn í framtíðina í fjölskyldupakkann, námsmannapakkann eða skrifstofu-dragtarpakkann, svo ekki sé talandi um að fíla-sig-í-erlendri-stórborg-pakkinn. Við þessar hugrenningar missir Dís fótanna í samanburðinum. Dís finnst hún umkringd framúrskarandi fólki sem hún kemst ekki með tærnar þar sem þau hafa hælana og upplifir sjálfan sig sem óspennandi, meðalmanneskju í samanburði. Og reynir eftir fremsta megni að spyrna gegn þessu hlutskipti sínu og takast á við tilfinningar sínar.
Sagan er fremur nýstárleg og fyndin á köflum. Létt skáldsaga um lífið í Reykjavík í nútímanum. Hún er full af hlýju og gleði með örlitlu hæðnu ívafi. Persónusköpun aðalpersónunnar er skemmtilega framsett og lesandinn fær að skyggnast inn í þann flókna en jafnframt hversdagslega hugarheim hennar.
No comments:
Post a Comment