Sjálfstætt fólk
Halldór Laxness skrifaði bókina Sjálfstætt fólk á árunum 1934 – 1935. Þetta er sú bók sem hefur farið hvað víðast um heiminn og aflað skáldinu hvað mestrar aðdáunnar og frama.
Sjálfstætt fólk gerist í upphafi tuttugustu aldar. Guðjartur Jónsson vinnumaður á Útirauðsmýri hafði unnið húsbændum sínum í 17 ár og alltaf borið þann sterka og einlæga draum að verða sjálfstæður bóndi. Atvikin á Útirauðsmýri höguðu því svo til að honum var gert kleift að kaupa gamalt eyðikot Vetrarhús, sem hann nefndi síðan Sumarhús og hóf þar búskap ásamt konu sinni, Rósu fyrrum vinnukonu á Útirauðsmýri. Guðbjartur er upp frá þessu aldrei nefndur annað en Bjartur í Sumarhúsum, og undir því nafni þekkir íslenska þjóðin hann.
Margir hafa spreytt sig á þeirri gátu hver sé fyrirmynd Bjarts, og hafa leitað víða fanga en helst þó austur á landi í Jökuldalsheiðina. Þar var t.d. til kot sem hét Veturhús og hafa margir haldið því fram að þar hafi heimahagar Bjarts verið.
Bjartur og lífsbarátta hans er saga mannsins sem berst fyrir frelsi sínu og fórnar til þess öllu.. Höfundurinn hefur sagt að Bjartur sé ekki bara ímynd íslenska kotbóndans heldur eigi Bjartur sér sínar fyrirmyndir alls staðar, í öllum gerðum samfélaga og á öllum tímum.
Barátta Bjarts er ekki bundin baráttu íslenska kotbóndans, - með réttu má segja að þessi kotbóndi sé jafnvel mesti heimsborgari Íslands, - því að Bjartur er til alls staðar í heiminum. Hann á ekki eingöngu heimili sitt um allan heim - heldur á hann einnig heima í brjósti okkar allra, og þannig á barátta Bjarts og lífssaga hans erindi til okkar allra – á öllum tímum.
Halldór Laxness skrifaði bókina Sjálfstætt fólk á árunum 1934 – 1935. Þetta er sú bók sem hefur farið hvað víðast um heiminn og aflað skáldinu hvað mestrar aðdáunnar og frama.
Sjálfstætt fólk gerist í upphafi tuttugustu aldar. Guðjartur Jónsson vinnumaður á Útirauðsmýri hafði unnið húsbændum sínum í 17 ár og alltaf borið þann sterka og einlæga draum að verða sjálfstæður bóndi. Atvikin á Útirauðsmýri höguðu því svo til að honum var gert kleift að kaupa gamalt eyðikot Vetrarhús, sem hann nefndi síðan Sumarhús og hóf þar búskap ásamt konu sinni, Rósu fyrrum vinnukonu á Útirauðsmýri. Guðbjartur er upp frá þessu aldrei nefndur annað en Bjartur í Sumarhúsum, og undir því nafni þekkir íslenska þjóðin hann.
Margir hafa spreytt sig á þeirri gátu hver sé fyrirmynd Bjarts, og hafa leitað víða fanga en helst þó austur á landi í Jökuldalsheiðina. Þar var t.d. til kot sem hét Veturhús og hafa margir haldið því fram að þar hafi heimahagar Bjarts verið.
Bjartur og lífsbarátta hans er saga mannsins sem berst fyrir frelsi sínu og fórnar til þess öllu.. Höfundurinn hefur sagt að Bjartur sé ekki bara ímynd íslenska kotbóndans heldur eigi Bjartur sér sínar fyrirmyndir alls staðar, í öllum gerðum samfélaga og á öllum tímum.
Barátta Bjarts er ekki bundin baráttu íslenska kotbóndans, - með réttu má segja að þessi kotbóndi sé jafnvel mesti heimsborgari Íslands, - því að Bjartur er til alls staðar í heiminum. Hann á ekki eingöngu heimili sitt um allan heim - heldur á hann einnig heima í brjósti okkar allra, og þannig á barátta Bjarts og lífssaga hans erindi til okkar allra – á öllum tímum.
No comments:
Post a Comment