Flugdrekahlauparinn
Bókin flugdrekahlauparinn eða The Kite Runner eins og hún heitir á frummálinu var mjög umdeild þegar hún kom út árið 2003.
Bókin flugdrekahlauparinn eða The Kite Runner eins og hún heitir á frummálinu var mjög umdeild þegar hún kom út árið 2003.
Flugdrekahlauparinn er heillandi skáldsaga sem lýsir á athyglisverðan hátt lífi tveggja bræðra, Amirs og Hassans í Afganistan. Djúpa innilega vináttu bræðranna, lífi þeirra og sorgum sem leiðir af sér grimm örlög, dauða og sekt. Höfundur bregður upp leiftrandi myndum af daglegu lífi í Afganistan frá áttunda áratugnum til dagsins í dag. Leyfir lesandanum að kynnast fólki í öllum stéttum þjóðfélagsins, fær innsýn í daglegt líf í Afganistan fyrir og eftir byltingu Talibana. Sýnir mannlíf, menningu og sögusvið sem flestir á vesturlöndum þekkja einungis af afspurn.
Bók þessi er afburða vel skrifuð og á lesandinn einstaklega gott með að lifa sig inn í sögusvið og söguþráð bókarinnar þrátt fyrir ólíkar aðstæður, menningu, siði og tungumál sem er með gjörólíkum hætti, ólíkt því sem þekkist er hér í norðri. Er ekki hverjum manni hollt að lesa slíkar bækur til að kynnast öðrum menningarheimum og til að koma í veg fyrir fordóma sem oft á tíðum spretta upp af fáfræðslu.
Flugdrekahlauparinn er áhrifamikil bók. Höfundur uppfyllir vel trúverðuleika hennar með afburða lýsingum, á aðstæðum fólks og umhverfi. Í lok sögunnar lætur höfundur eftir sér að krydda tilviljanir og tengja saman atburði sem hentu sögupersónurnar og uppgjör þeirra þegar komið er á fullorðins ár.
No comments:
Post a Comment