Tíu litlir negrastrákar
Útgáfa bókarinnar Tíu litir negrastrákar sem kom út um síðustu jól hér á landi hefur verið mjög umdeild, útgáfa hennar vakti ugg margra foreldra, þá einkum meðal þeirra sem eiga blönduð börn, sem bæði eru að kynstofni hvítra og svartra. Bókin er þýdd af Gunnari Egilssyni, en teikningar í bókinni eru eftir Mugg. Bókin var fyrst gefin út í Bandaríkjunum árið 1868 undir heitinu Ten Little Niggers en nafni bókarinnar hefur að minnsta kosti tvisvar verið breytt frá því upprunalega. En orðið nigger er niðrandi í augum hörundsdökkra manna.
Bók þessi lýsir á athyglisverðan hátt hvernig tíu lítil svört börn deyja voveiflegum dauðdaga. Búið er að milda íslensku útgáfuna örlítið miða við þá bandarísku, sem dæmi, orðið nigger hefur verið breytt í negri ásamt lítils háttar öðrum breytingum, m.a. hvernig hún endar. Allir deyja þeir í bandarísku útgáfunni en einn lifir af í þeirri íslensku. Eins og segir í bandarísku útgáfunni: “One little nigger boy left all alone. He went and hanged himself”. En algengt var að dauðdagi hörundsdökkra manna væri með þessum hætti á þeim tíma sem bókin var fyrst skrifuð. Ef til vill endurspeglast reiði foreldra hér á landi við að lesa slíkar setningar og slík orð kyndi undir fordóma.
Foreldrar hörundsdökkra barna hafa farið fram á það við yfirvöld hér á landi að bókin verði hvorki sýnd né lesin í leikskólum landsins. Ástæðuna segja þeir að ýti undir kynþáttafordóma og jafnvel leiði til eineltis. Spurningin er, - hvað er það sem vekur upp fordóma hjá fólki?. Er það bókin sem slík? Hvernig hún er skrifuð eða túlkun hennar? Ekki er ólíklegt að höfundur bókarinnar, Septimus Winner hafi verið að vitna í söguna, sögu Bandaríkjanna hér á árum áður. Þó hann hafi ekki ætlað sér að bókin leiddi af sér fordóma og kynþáttahatur, heldur hefur hann verið að túlka raunveruleikann. Svo er hægt að spyrja sig, ef sögur eiga ekki að fjalla um lífið og túlkun þess, um hvað eiga þær að fjalla? Að sama skapi er hægt að spyrja sig hvort samspil lífs og listar sé borðleggjandi?
No comments:
Post a Comment