Kristnihald undir jökli
Bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli kom fyrst út árið 1968. Með henni kom höfundur mörgum lesendum sínum á óvart á ýmsan hátt. Hún er síðasta skáldsaga höfundar sem nær almennum vinsældum hér á landi og síðust bóka hans þar sem fyrir koma persónur sem verða eign allra landsmanna.
Bókin fjallar um ferð ungs guðfræðings, - umboðsmanns biskups eða Umba sem sendur er af Biskupsstofu vestur undir jökul eða vestur á Snæfellsnes til þess að kanna og gera skýrslu um embættisfærslu og hjúskaparmál séra Jóns sóknarprests þar vestra, en heyrst hafði að hann væri hættur hefðbundnum embættisfærslum og einnig hafði flogið fyrir að hjúskaparmál hans væru í ólestri.
Þungamiðja bókarinnar er séra Jón sem nefndur er prímus, - nafngiftina hlaut hann vegna þess að hann var einkar laginn að gera við prímusa. Hann var handlaginn og vélglöggur maður og var kallaður til ef vélar biluðuð í bátum eða frystihúsum þar vestra og sinnti hann meira vélaviðgerðum en sálusorgun og messuhaldi í sókn sinni.
Ýmislegt drífur á daga Umba á ferð hans undir jökli og kynnist hann mörgu skrítnu og skemmtilegu fólki þar, sem eru sem bráðlifandi fólk í hugum margra Íslendinga. Eftir sögunni hefur verið gerð kvikmynd, en dóttir höfundar, Guðný Halldórsdóttir gerði kvikmynd sem byggir á sögunni, en myndin náði ekki almennum vinsældum. Leikritsgerð sögunnar sem færð var upp af Leikfélagi Reykjavíkur naut aftur á móti fádæma vinsælda og var á fjölunum um óvenjulangan tíma í Iðnó á áttunda áratugnum.
Ýmsir hafa fengist við að leita fyrirmyndar höfundar að Jóni Prímusi, og hafa þá flestir leitað fanga vestur á Snæfellsnes. Staðkunnugir þar um slóðir halda því statt og stöðugt fram að ýmsir prestar þeirra Snæfellinga fyrr á árum bæði í Ólafsvík og Grundarfirði og jafnvel víðar þar um slóðir eigi hver sína ögnina í séra Jóni, enda vandséð að ein einstök fyrirmynd geti verið að jafn einstakri persónu og séra Jón er í þessari margbrotnu sögu.
Bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli kom fyrst út árið 1968. Með henni kom höfundur mörgum lesendum sínum á óvart á ýmsan hátt. Hún er síðasta skáldsaga höfundar sem nær almennum vinsældum hér á landi og síðust bóka hans þar sem fyrir koma persónur sem verða eign allra landsmanna.
Bókin fjallar um ferð ungs guðfræðings, - umboðsmanns biskups eða Umba sem sendur er af Biskupsstofu vestur undir jökul eða vestur á Snæfellsnes til þess að kanna og gera skýrslu um embættisfærslu og hjúskaparmál séra Jóns sóknarprests þar vestra, en heyrst hafði að hann væri hættur hefðbundnum embættisfærslum og einnig hafði flogið fyrir að hjúskaparmál hans væru í ólestri.
Þungamiðja bókarinnar er séra Jón sem nefndur er prímus, - nafngiftina hlaut hann vegna þess að hann var einkar laginn að gera við prímusa. Hann var handlaginn og vélglöggur maður og var kallaður til ef vélar biluðuð í bátum eða frystihúsum þar vestra og sinnti hann meira vélaviðgerðum en sálusorgun og messuhaldi í sókn sinni.
Ýmislegt drífur á daga Umba á ferð hans undir jökli og kynnist hann mörgu skrítnu og skemmtilegu fólki þar, sem eru sem bráðlifandi fólk í hugum margra Íslendinga. Eftir sögunni hefur verið gerð kvikmynd, en dóttir höfundar, Guðný Halldórsdóttir gerði kvikmynd sem byggir á sögunni, en myndin náði ekki almennum vinsældum. Leikritsgerð sögunnar sem færð var upp af Leikfélagi Reykjavíkur naut aftur á móti fádæma vinsælda og var á fjölunum um óvenjulangan tíma í Iðnó á áttunda áratugnum.
Ýmsir hafa fengist við að leita fyrirmyndar höfundar að Jóni Prímusi, og hafa þá flestir leitað fanga vestur á Snæfellsnes. Staðkunnugir þar um slóðir halda því statt og stöðugt fram að ýmsir prestar þeirra Snæfellinga fyrr á árum bæði í Ólafsvík og Grundarfirði og jafnvel víðar þar um slóðir eigi hver sína ögnina í séra Jóni, enda vandséð að ein einstök fyrirmynd geti verið að jafn einstakri persónu og séra Jón er í þessari margbrotnu sögu.